harðlífi

Er búin að vera með harðlífi í 2 sólarhringa, notaði Mikrolax ein túpa, hvað þarf að bíða lengi eftir losun, hef ekki fengið þetta áður, takk fyrir skjót svör.

 

Góðan dag og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Ég vil benda þér á þessa grein um harðlífi

Algengustu orsakir hægðatregðu eru þær að of lítið magn af trefjum er í fæðu, hreyfingarleysi, ónógur vökvi í fæðu eða að einstaklingur heldur í sér og gefur sér ekki tíma til hægðalosunar.

Það getur verið gott gegn hægðatregðu að drekka sveskjusafa eða borða heilar sveskjur og drekka vel af vatni með. Einnig er hreyfing mikilvæg og að borða trefjaríkan mat.

Microlax eykur vatnsinnihald hægðanna og gerir þær mýkri. Virkni þess ætti að koma fram innan klukkustundar frá inndælingu þess.

Gangi þér vel,

Sigríður Ólafsdóttir

hjúkrunarfræðingur