Hárlausar augabrúnir?

Spurning:
Kæri doktor.
Mig langaði að vita hvort að þú gætir ráðlagt mér í sambandi við hárvöxt. Það er nú þannig að ég er með svo þunnar augabrúnir og flest hárin sem að koma detta af svo að ég er alltaf með skallabletti hér og þar, ég fékk mér tatto í þær fyrir fimm árum og það bætti þetta ekkert það versnaði bara og nú er það að fara. Er ekkert hægt að gera til að fá þéttari hár sem ekki detta? Þetta er að gera mig brjálaða, stundum get ég bara ekki farið út úr húsi því að þetta angrar mig svo mikið.Vonandi hefur þú einhver svör fyrir mig

Svar:

Því miður hef ég ekki mörg ráð við þessum vanda. Ég er svolítið hissa á að tattoo skyldi ekki hjálpa því það er mjög góð lausn fyrir þá sem hafa gisnar augabrúnir. Þær hafa kanski ekki verið nógu vel gerðar og svo þarf að skerpa á litnum á 2-5 ára fresti, ég get eindregið mælt með Huldu á snyrtistofunni Greifynjan í Árbæ því hún gerir frábærar augabrúnir. Einhver sagði mér einhvern tíman að ef laxerolía væri borin á augabrúnirnar á hverju kvöldi þá yxu hárin betur en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Eitt sem mér dettur í hug, ef þú ert að nota krem frá Karin Herzsog þá er það sennilega ástæðan fyrir þessu því þau krem bæði lýsa hárin og geta valdið því að þau detti af.
Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
Kveðja, Sigrún.