Hárlos

Fyrirspurn:


Er eðlilegt að skallamyndun hjá karlmanni sé það mikil að töluvert hár sjáist á kodda að morgni. Hárið var farið að þynnast áður en þessi hraða þróun hófst.

Aldur:
55

Kyn:
Karlmaður

Svar: 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er ekkert óeðlilegt að það sjáist hár á kodda, við þessar aðstæður.
Hitt er annað mál að ef þér finnst þetta vera mjög hröð þróun þá er kannski ráð að panta sér tíma hjá húðlækni og láta skoða þig og meta.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is