Spurning:
Af hverju fá karlmenn harðar ístrur, en konur ekki?
Svar:
   Sæl. 
  Þessi munur er tilkominn vegna hormóna og  ensímvirkni (hvatavirkni) í líkamanum.  Lípóprótein lípasi, hvatinn sem þarf til að koma fitunni inn í  fituvef og vöðva, verður fyrir  áhrifum af hormónunum estrógeni og testósteróni.  Estrógen veldur því að fitufrumur í brjóstum, mjöðmum og  lærum mynda mikið  af Lípóprótein lípasa sem hvetur þar af leiðandi til  fitusöfnunar á þessu svæði.  Testósterón hvetur til fitumyndunar á miðju svæði líkamans,  inni við líffærin undir magavöðvunum. Þessi fita hefur miklu  meiri fylgni við  ýmsa sjúkdóma heldur en kvenlega fitan og þar sem hún er undir  magavöðvunum þá myndast þessi  „fallega“ lögun sem við köllum ístru. 
    Kveðja,
  Ingibjörg Gunnarsdóttir,
  matvæla- og  næringafræðingur