Hársvörður

Hvað getur verið að þegar hársvörðurinn verður allur aumur viðkomu. Engin útbrot eða flasa eða annað sjáanlegt?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þetta er tímabundið þá líklegast gæti þetta verið tengt streitu, höfuðverk eða einfaldlega langt síðan þú þvoðir hárið. Ef það er langt síðan þú þvoðir hárið þá gæti verið að hársvörðurinn bólgni upp vegna uppsafnaðra dauðra húðfrumna.
Ef þú hefur feitan hársvörð þá ættir þú að þvo hárið frekar reglulega, nokkrum sinnum í viku. Ef þú ert að nota mikið af hárvörum í hárið þá ættir þú að þvo hárið reglulega líka.
Með því að þvo hár sjaldan geta líkurnar á bólgum í hársverði aukist, þá kemur flasa, hármissir og rauðir flekkir. Einnig geta hvítar bólur myndast sem koma vegna bakteríu- eða sveppasýkingar.
Það er mikilvægt fyrir hársvörðinn að fá góðan þvott að minsta kosti 1x í viku.

Vítamínskortur getur valdið aumum hársverði – t.d. skortur á B- vítamíni og sink skortur.

Aumur hársvörður gæti líka verið vegna: ofnæmis, sýkingum í húðfrumum í hársekkjum, hárgreiðslum/teygjum, hárbanda eða hjálms, hárlitar eða efna í hárið, sléttujárna/krullujárna.

Ef þetta virðist vera langvarandi þá mæli ég með að þú pantir þér tíma hjá húðlækni.

 

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur