hárvöxtur og bólur í andliti

Fyrirspurn:

Sæl(l)

Mig langar til þess að fræðast aðeins varðandi hárvöxt í andliti. Ég byrjaði fyrir rúmum 2 mánuðum að taka eftir því að hárvöxtur fór að aukast í andliti og á sama tíma fór ég að fá miklar bólur (eftir að hafa fræðst aðeins hér þá held ég að þetta sé kallað: þyrmabólur eða acne.) Allavega ég er núna byrjuð á pillunni Diane Mite til að koma í veg fyrir það karlhormón sem hefur þessar afleiðingar greinilega. Hvenær má ég búast við að sjá árangur á bólurnar og hárvöxtinn? Hverfa hárin eða þarf ég jafnvel að láta fjarlæga þau? Þetta er mjög mjúk og ljós hár  en óþarflega mikið af þeim og hrjáir mig mikið!!! meira en bólurnar :s

Er kannski til eitthvað lyf sem flýtir meðferð? Er í lagi að ég taki ekki pásu á pillunni í þessa viku sem mælt er með?

Með bestu kveðju 

 

 

 

svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Diane Mite ætti að vera kjörlyfið við þessum einkennum en það tekur nokkra mánuði fyrir verkunina  að koma fram. Þá hætta að koma nýjar bólur og ný hár. Hinar bólurnar þurfa að gróa og oftast gerist það af sjálfu sér en stundum er nauðsynlegt að fara í húðhreinsun. Varðandi hárin þá ætti þeim að fækka smá saman- venjulega er varað við að fjarlægja hár í andliti með háreyðingu eða plokkun því það örvar vöxt þeirra og þau verða grófari og þannig enn meira áberandi. Því er ráðlegast fyrir þig að gefa þessu lengri tíma til að virka eða kynna þér háreyðingu með laser en það er frekar kostnaðarsöm meðferð en árangursrík.

Varðandi vikuhlé þá er það alltaf ráðlegt að taka það til að tíðahringurinn verði eðlilegur og ekki gott að sleppa því.

Vonandi hjálpar þetta þér

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur