Spurning:
Er eðlilegt að fá svima er maður hættir að taka Cipramil ?
Svar:
Það á við um öll svokölluð SSRI lyf (serótónín endurupptöku hemjandi lyf) að þegar töku þeirra er hætt, geta komið fram nokkurs konar fráhvarfseinkenni sem venjulega ganga yfir á 1-2 vikum. Þetta er sjaldgæft fyrir Cipramil. Svimi er meðal þeirra einkenna sem þekkjast.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur