Spurning:
Hæ, hæ.
Ég hætti á pillunni fyrir svona 9 mánuðum og vildi spyrja hvort það tæki langan tíma eftir á að verða ólétt? Er það erfiðara í 2 ár á eftir?
Það er ein sem ég þekki sem reyndi í tvö ár eftir pilluna.
Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,
Það fer eftir svo mörgum þáttum hversu langan tíma það tekur að verða þunguð eftir að hætt er notkun getnaðarvarna. Áhrifum pillunnar sleppir strax eftir að þú hættir nema aðrir þættir liggi á bak við. Eftir níu mánuði er kominn tíma til að ræða við fagaðila um framhald, en það er rétt hjá þér að stundum getur það tekið langan tíma að verða þunguð, jafnvel þó svo kona hafi ekki verið á neinni getnaðarvörn.
Gangi þér vel,
Kveðja, Arnar Hauksson dr med.