Hátt kólesteról

Spurning:

Kæri doktor.is.

Þegar maður greinist með of hátt kólestról í blóði og það eru tekknar töflur(crestor) við því og kólestrólið verður eðlilegt getur þá gengið til baka ef um æðaþrengingar er að ræða. Er mjög hátt að vera með 6,3 í blóðinu. Langar að fræðast um þetta því maðurinn minn var að greinast með það og hann er með sykursýki og hann á 3 bræður sem allir hafa fengið eitthvert svona hjata vesen. “ eru með gangráð og einn hefur farið í æðaskiptingu og þar af leiðir hef ég mikklar áhyggjur.

Takk fyrir

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Mig langar að benda þér á fjölda greina um þetta efni inná Doktor.is og nefni t.d. eina sem heitir „Kólesterólhækkun í blóði“. Notaðu leitina og orðið kólesteról, þá finnur þú þessa grein og fjölda annarra greina um þetta efni.
Hækkað kólestól er stundum hægt að lækka með mataræði, þjálfun og breyttum lífsháttum en stundum þarf lyf líka til. Þetta þarf allt að meta í hverju tilfelli fyrir sig og með tilliti til annarra áhættuþátta eins og reykinga, hækkaðs blóðþrýstings, ættarsögu o.fl.
Varðandi manninn þinn þá ætti hann að snúa sér til hjartalæknis, þar sem hann er með fleiri en einn áhættuþátt þ.e.a.s. hækkun á kólesteróli, sykursýki og sterka ættarsögu og því full ástæða til að láta fylgjast vel með sér.

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is