Góðan dag. Þannig er það að unnustan er búin að vera með hausverk í nokkra daga og svo kom það í gær að hún fann fyrir doða hjá hæra auga og nyður í kinnina svo hvarf það eftir um 2 tíma en hausverkurinn er ennþá og hann er það slæmur að hún er grátin næstum. Hún er búin að vera briðja ýbúfen og panodíl en það er lítið að virka.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Getur verið að hún sé slæm af vöðvabólgu, endilega prufa að reyna að mýkja axlir með hita og nuddi eða léttum teygjum. Það er erfitt að meta svona þegar maður sér ekki einstaklinginn eða getur fengið góða sögu, fá meiri upplýsingar eins og er verkurinn altaf á sama stað, eru einhver önnur einkenni með þessu og svo framvegis. Ráðlegg ykkur að láta líta á hana, spurning hvort þurfi að mynda höfuð eða hvort að hún þurfi önnur lyf til að létta verkina.
Gangi þér/ykkur vel,
Thelma Kristjánsdóttir