Hefur adrenalín áhrif á þunglyndi?

Spurning:

Getur adrenalín haft áhrif á þunglyndi, þ.e. dregið úr því, hvort sem er til skemmri tíma eða lengri?

Kær kveðja.

Svar:

Eina ábendingin fyrir adrenalín er neyðarmeðferð við bráðaofnæmi. Lyfið er gefið með varúð sjúklingum með hjartasjúkdóma. Lyfið hefur engin áhrif á þunglyndi, hvorki til skemmri tíma eða lengri.

Með kveðju,
Ólafur Bjarnason, geðlæknir