Hefur Rivotril sömu verkanir og Diazepam?

Spurning:
Hefur Rivotril sömu verkanir og Diazepam?

Svar: Klónazepam, sem er virka efnið í Rivotril er benzódíazepínafbrigði, sem hefur kröftuga krampastillandi verkun og er auk þess róandi, kvíðastillandi og vöðvaslakandi. Díazepam er einnig benzódíazepínafbrigði og hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Meginmunurinn er að klónazepam hefur öflugri krampastillandi verkun og er því eingöngu ætlað við flogaveiki, þó svo að önnur notkun sé umtalsverð. Díazepam virðist hafa meiri róandi verkun og er ætlað til notkunar við hugröskun, kvíða, spennu, svefntruflunum og við fráhvarfseinkennum drykkjusýki. Segja má því að lyfin hafi sömu verkanir en eru þó alls ekki eins.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur