Hefur tækni við hjartaskurðaðgerðir ekki breyst?

Spurning:

Hefur tækni við hjartaskurðaðgerðir ekki breyst?

Svar:

Við fylgjumst vel með öllum nýjungum svo við getum veitt okkar sjúklingum besta þjónustu. Tækni við kransæðaaðgerðir hafa verið að breytast á síðustu mánuðum. Nú erum við farnir að gera kransæðaaðgerðir á sjúklingum án þess að nota hjarta- og lungnavél. Það er aðeins lítill hluti sjúklingahópsins ennþá sem við getum gert þessar aðgerðir á, á þennan hátt. Þetta eru aðallega sjúklingar sem eru með kransæðasjúkdóm á framvegg, en við erum farnir að teygja okkur líka yfir afturvegg hjartans. Það sem skiptir höfuðmáli við kransæðaaðgerðir er að tengingar á kransæðum séu vel gerðar. Það er meiri vandi að gera þessar tengingar á sláandi hjarta heldur en þegar við erum með hjartað stoppað. Langstærsti hluti kransæða sem við erum að sauma eru 1.5 mm, og allt niður í 1 mm.

Kristinn B. Jóhannsson, hjartalæknir