Heiftalegur fótapirringur

Hvaða læknir ráðleggur þú að leitað sé til við mjög miklum fótapirring og miklum verkjum í fótum?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að leita fyrst til þíns heimilislæknis sem myndi þá vísa þér áfram til viðeigandi sérfræðings sem gæti verið æðaskurðlæknir eða taugalæknir ef ástæða þykir.  Það hjálpar sumum að taka magnesium við fótapirring.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur.