Heilsutvennu með barn á brjósti?

Spurning:
Góðann daginn.
Mig langaði að spyrja hvort það sé ekki í góðu lagi að taka heilsutvennu þegar ég er með barn á brjósti ?
Fyrirfram þakkir, kv. G

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er allt í lagi að taka heilsutvennu þegar maður er með barn á brjósti. Oft er nóg að taka bara lýsi því maður fær ýmis vítamín úr fæðunni en í heilsutvennu er þetta í hæfilegu magni svo ekki er um ofskömmtun að ræða.

Kær kveðja
Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.