Held ég sé með PCOS

Var að spá í að fara til læknis til þess að athuga hvort ég sé með PCOS.
Er hægt að athuga hvort allt sé í lagi með frjósemi þrátt fyrir að ég sé á pillunni?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Þær hormónabreytingar sem getnaðarvarnarpillan hefur í för með sér geta haft töluverð áhrif á þær blóðrannsóknir og skoðanir sem framkvæmdar eru til þess að greina PCOS og hvort allt sé í lagi með frjósemi, eins og þú orðar það. Ef það er möguleiki fyrir þig gæti það því verið góður kostur að nýta aðra tegund getnaðarvarna (sem inniheldur ekki hormón) fram að skoðun kvensjúkdómalæknis, þar sem það myndi gefa réttari mynd af stöðu mála. Ef þetta er ekki möguleiki fyrir þig í dag, þá myndi ég engu að síður hvetja þig til þessa að fara til læknis út af grun um PCOS og fá þá ráðleggingar í framhaldi af því.

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur