Hettusótt

Ef maður hefur fengið Hettusótt á unga aldri, er það þá um alla lífstíð orsök þess að vera ófrjór. Það er að segja að maður geti ekki getið börn .

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Órjósemi fylgir sjaldnast sýkingu af hettusótt. Einstaka karlmenn geta fengið bólgu í eista, þá yfirleitt bara í annað eista, við hettusótt og getur það leitt til minni framleiðslu á sáðfrumum en það er mjög fátítt að það valdi algjörri ófrjósemi.  Ef þú hefur grunsemdir um minnkaða fjósemi getur þú leitar t.d. á Livio Reykjavík og þar eru gerð frjósemispróf.

með kveðju,

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur