Hita-brennslutilfinning ´ húðinni?

Góðan dag. Ég er 78ára og upplifi oft og einatt að húðin virðist vera að brenna.? hafið þið heyrt um þetta,eru til einhver svör? Takk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Breyting á skynjun eins og þú lýsir getur verið einkenni frá taugakerfinu en hvað veldur þeirri breytingu er efitt að segja til um án þess að fram fari frekari skoðun og mat.

Ráðfærðu þig við heilsugæslulækni með þetta vandamál, mögulega er skýringin einföld t.d. milliverkun lyfja.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur