Hiti

Góðan daginn. Ég á 22 ára dóttir ( tveggja mánaða fyrirburi ). Hún hefur átt það til að fá hita af og til ( oftar en ég tel eðlilegt ). Reyndar vinnur hún 1 dag í viku í Leikskóla með háskólanámi, sem kann að skýra eitthvað. Getur verið að hún sé með lítillega skert ónæmiskerfi ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er rétt hjá þér að það er ekki eðlilegt hjá annars hraustum einstaklingi að fá hita oft á ári. Leikskóla starfsmenn eru útsettir fyrir ýmsum pestum en margt af því hafa þeir sjálfir fengið sem börn og svo aðlagast ónæmiskerfið yfirleitt fljótt.

Ég mæli með því að hún panti tíma á sinni heilsugæslu og láti skoða í rólegheitunum hvort það sé eitthvað sérstakt í hennar vírusvörnum sem hægt sé að bæta eins og járnbúskapur, D vítamín eða eitthvað annað sem gæti verið að valda þesu.

Annars er það bara þetta sem við öll vitum en erum misdugleg að gæta að, holl næring, hæfileg hreyfing, draga úr streitu og lykilatriði er nægur svefn. Þetta eru allt mikilvæg atriði til þess að viðhalda góðu ónæmiskerfi og heilsu.

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur