hiti

Góðan dag.
Getur hiti 38 gráður tengst ofnæmi ef engin önnur einkenni fylgja, ekkert kvef, engin hálsbólga og almenn líðan er góð?
Með þakklæti.

Svar

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Almenn einkenni ofnæmis eru meðal annars:

Nefrennsli, kláði í augum, hnerri, hósti, höfuðverkur og verkur yfir kinn – og ennisholum og hálsbólga. Algengustu einkenni ofnæmis tengt mat eru niðurgangur og uppköst. Bólga og útbrot eru líka einkenni ofnæmis.

Yfirleitt er hiti ekki týpískt einkenni ofnæmis, en ef þú hefur verið með ofnæmiskvef þá getur það gert þig viðkvæmari fyrir sýkingum í öndunarfærum hvort sem það er bakteríusmit eða veirusmit sem getur svo leitt til þess að þú fáir hita.

Ef þú ert með 38° hita og engin önnur einkenni í meira en 3 daga, myndi ég ráðleggja þér að tala við þinn heimilislækni.

 

Vona að þetta hjálpi þér

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur