Hjartað

Hæhæ mamma fékk einhversskonar hjartakast í nótt henni varð óglatt og svo brjálað titringur i hjartanum sem leiddi til að hun fékk lika brjálaðan svími við fórum með hana á bráðamóttöku en læknirnir voru samt ekkki vissir hvað þetta væri grunuðu um blóðtappa en ekki viss og hun er komin heim nuna hun hefur fengið þetta kast 2 svar sinnum innan við eitt ásr hvað haldiði þið að þetta séog hvar er hægt að fara i hjarta greiningu? Takk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta getur tengist hjartanu hennar, þar sem hún sé að fá einhverskonar hjartaöng eða hjartsláttartruflanir sem lýsa sér með þessum einkennum. Þetta getur líka verið blóðtappa myndun eða TIA köst eins og læknarnir á bráðamótttökunni voru að tala um. Það er ómögulegt að segja til um það nákvæmlega hvað þetta sé nema hafa niðurstöður rannsókna eins og blóðprufur, myndatökur/ómanir og hjartalínurit.

Ég myndi ráðleggja ykkur að fá heimilislækni til að senda beiðni á Hjartlalækni sem færi yfir hennar mál og skoðaði þetta frá grunni.

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur