Spurning:
Ég lenti í því að missa fóstur, gengin 24 vikur. Líkleg skýring er talin vera sú að legið í mér sé ,,hjartalaga" þ.e. að það skiptist í tvö hólf (eks. veggur eða septum? sem orsakar það). Þannig að þegar barnið mitt stækkaði, var ekki lengur pláss fyrir það í leginu. Nú hef ég áhyggjur af því að þetta komi fyrir aftur. Til hvaða ráða er hægt að grípa í slíku tilviki (aðgerðir eða annað) og hverjar eru líkurnar á því að hægt sé að lækna þetta varanlega þannig að ég eigi von á að eignast fullburða barn?
Svar:
Þetta ættir þú að ræða vandlega við þinn kvensjúkdómalækni því hann er með allar upplýsingar um hvers eðlis þessi milliveggur er og hvernig hann liggur í leginu. Mögulegt er að annar helmingur legsins sé minni en hinn og ef fóstur tekur sér bólfestu í stærri helmingnum gæti verið mögulegt að barn nái fullum vexti þar þótt ekki nái að togna nægilega úr minni helmingnum. Einnig er til í dæminu að hægt sé að fjarlægju svona millivegg. En til að geta svarað þessu þarf læknirinn þinn að skoða þig vel og meta hvað hægt er að gera.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir