Hjartsláttur

Er eðlilegt að missa úr slátt einnu til tvisvar á mínutu.
Maður finnur að allt í einu kemur óeðlileg töf og svo fer allt í gang aftur með látum?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru margir með smávægilegar hjartsláttaróreglu án þess að það sé hættulegt né ástæða til inngripa. En það er nauðsynlegt að fá greiningu á hvers eðlis óreglan er og því þarftu að fara til læknis og fá helst hjartalínurit tekið  og hjartaðhlustun.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur.