hvenær smitast bolurnar?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp. Veiran er til staðar í vessanum sem er inni í bólunum og því getur einstaklingur smitað meðan einhver vessi er enn til staðar.
Læt fylgja með slóð á grein um hlaupabólu á doktor.is Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.