Hluti af þörmum 1 til 2 cm) fara út við hægðir

Sæl-sæll.
Þegar ég hef hægðir þá kemur sma hluti af þörmonum úr ( er aðeins til hiðar).
Veit ekki hvort þetta er smá tota, eð endin af þörmonum.
Það er auðvelt að ýta honum inn aftur, hef einhvern tíman heirt um litla bróðir.
Hvað er þetta ?.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að leita til læknis og fá skoðun á þessu, gæti verið gyllinæð og þá kannski hægt að laga með stílum eða kremi. Hef aldrei heyrt um litla bróðir en tvíburabróðir er til og tel ég að það sé afar ólíklegt miðað við einkenni hjá þér. Læt fylgja með lesefni sem ég vona að hjálpi.

 

https://doktor.is/grein/gyllinaed

https://doktor.is/sjukdomur/tviburabrodir

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.