Hnútar, kúlur eða ber undir il?

Ég hef nokkrar kúlur á stærð við ber undir iljum. Hvað getur það verið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Fótakúlur eru mjúkvefs massar (ekki bein) sem geta komið hvar sem er á fætur.  Ástæður þeirra geta verið bólgur í mjúkvef, vökvafylltir belgir, fitu- eða taugavefs þykknun eða æða- og vöðvabólgur. Fótakúlur geta verið sársaukalausar eða valdið þannig sársauka að maður veður ógöngufær. Best er að fá lækni til að skoða þetta og meta hvað þetta sé svo að hægt sé að veita meðferð sé þess þörf.

Læt fylgja með slóðir á síður sem fara vel yfir þetta.

https://www.ahni.com/Specialties/Foot+and+Ankle/Articles/Common+Disorders/Lumps+and+Bumps+on+the+Bottom+of+the+Foot.html

https://www.foothealthfacts.org/article/what-is-this-bump-on-my-foot

Gangi þér vel

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur