Hormónalyf á breytingaskeiði?

Spurning:

Þurfa konur að taka inn hormónalyf frá því að þær byrja á breytingaskeiðinu og þar til yfir lýkur?

Svar:

Kæri fyrirspyrjandi.

Síður en svo. Þetta er valmöguleiki hverrar konu, oftast eftir góðar upplýsingar hjúkrunarfræðinga og lækna að frumkvæði konunnar. Velji konan að prófa hormón þarf að fylgja því eftir með ráðum og eftirliti.

Arnar Hauksson dr. med.