Hormónalykkja

Komiði sæl mig langar að spyrja ég er með hormánalykkju sem ég er búin að vera með í meir en fimm ár getur hún haft einhver áhrif á fituna hjá mér ég bara grennist ekki neitt og ég er með svo mikinn björgunarhring þarf ég að fara og láta skipta um hana. Svo langa mig að vita. Ég fór í hnjáskipti aðgerð í janúar og mig langar að vita mér finnst ég vera svo bolgin ennþá og á erfitt með að labba og ég er enn óvinnu fær hefur þingd eithvað með þetta að gera þetta er að gera útaf við mig ég grennist ekki neitt

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Hormónalykkjan dugar oftast í 5 ár og þá verður að fjarlægja hana svo já, þú þyrftir að fara og láta taka hana. Þú getur strax sett upp nýja ef þú vilt það. Ég mæli með að þú pantir þér tíma hjá kvensjúkdómalækninum þínum og ræðir einnig við hann um þyngdaraukninguna. Það er ekki algengt að konur fitni á hormónalykkjunni, skv sérlyfjaskrá á t.d. Mirena hormónalykkjunni kemur ekkert fram í aukaverkunum neitt varðandi þyngdaraukningu. En þó eru konur sem nefna að þær fitni við hormónagetnaðavarnir.

Það er mikið álag á hnén ef þú ert í mikilli ofþyngd. Svo ef svo er, þá kannski gæti það haft einhver áhrif. Ég mæli með að þú látir kíkja á hnéð á þér fyrst þú ert ennþá bólgin og átt erfitt  með að ganga.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur