Hormónapillan

Hæ, ég fékk í fyrsta skipti hormónasprautuna fyrir um 3 mánuðum síðan. Mér líkar ekki vel við hana og ætla ekki að fá næstu sprautu. Ef ég ætla að prófa nýja getnarvörn (t.d. pillan) þarf ég að bíða þangað til ég verð frjó aftur eða þangað til ég byrja á eðlilegum blæðingum aftur eða get ég byrjað á annari getnarvörn fljótlega eftir að áhrif sprautunnar hætta virka.

Ein spurning í viðbót líka, ef ég fékk bara eina sprautu byrja ég þá fyrr á eðlilegum blæðingum en ef ég hefði fengið fleiri sprautur?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Venjulega þegar konur byrja á pillunni er það á fyrsta degi blæðinga, þannig ég býst við að þú þurfir að fara á blæðingar til þess að byrja að taka pilluna.

Þú getur talað við heimilislækninn þinn til að vera viss. Sprautan virkar í um 13 vikur, ég get ekki sagt til um það hvenær blæðingarnar mæta á svæðið, en hafðu það í huga að þú þarft líklega að nota smokkinn ef þú ætlar að stunda kynlíf á milli, því þú færð líklega egglos.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur