Hormónasprautan og blæðingar

Fyrirspurn:

Ég er að hætta á hormónasprautinni eftir að hafa verið á henni í í 1 1/2 ár. Hvernig er þetta með blæðingarnar? Eru þær óreglulegar fyrst? Það allavega virðist vera þannig því núna er eins og ég sé að byrja aftur þó að það séu tvær vikur í rauninni þangað til að ég á að byrja?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þar sem sprautan stoppar alveg blæðingarnar þá er eðlilegt að þær séu óreglulegar fyrstu mánuðina á eftir að þú hættir á henni.

Bestu kveðjur

Guðrún Gyða