Spurning:
Komið þið sæl.
Málið er að ég varð ólétt í maí sl. og fór í fóstueyðingu þann 30.júní og fékk getnaðarvarnarsprautuna í leiðinni og ég hef ekki byrjað á túr eftir þessa sprautu, sem átti samkvæmt öllu að verða óvirk 30. sept. og í síðasta lagi um miðjan október. Ég er ekki ólétt og læknar vilja ekkert gera. Þeir vilja meina að þetta sé eðlilegt þar sem að tíðarhringurinn vilji ruglast við svona hormónavesen. En málið er að eftir að ég eignaðist barn í maí 2003 þá fór ég á blæðingar mánuði eftir fæðinguna eins og ég hafi bara farið á venjulegar blæðingar. Ég hafði alltaf verið regluleg fyrir óléttuna og eftir hana þangað til að ég varð ólétt í maí 2004 og núna hef ég virkilegar áhyggjur af þessu, mér finnst nefnilega svo langur tími síðan að ég átti að byrja á blæðingum. Annað á meðan að ég man eftir því er að ég fór í aðgerð 1. nóv sl. og áður var tekin blóðprufa úr mér og ekkert kom í ljós út frá henni. Þannig að ég er að velta fyrir mér hvað þetta getur verið. Með fyrirfram þökk
Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi
Þú hefur ekki fengið nógu skýrar upplýsingar eða ekki tekið nóu vel eftir því sem sagt var við þig þegar þú fékkst spautuna. Hún getur einmitt truflað tíðarhring og valdið svona langvinnu tíðastoppi, jafnvel nokkra mánuði eftir þá þrjá mánuði sem henni er ætlað að duga í hvert sinn.
Hins vegar er ekki rétt að taka sprautuna fyrir svo stuttan tíma (bara júlí til sept). Hún er hugsuð sem langtímagetnaðarvörn, ekki bara í 2 – 3 mánuði. Þú gast þess ekki afhverju þú hættir við að halda áfram á henni. Þú verður að passa þig vel því þú getur orðið þunguð hvaða dag sem er núna, svo ekki gleyma getnaðarvörnum. Í sjálfu sér er ekki margt hægt að gera annað en bíða. EN hafðu annars samband við þinn lækni ef þú færð einhver óþægindi.
Hefðir þú ekki þurft að fá þér áfram getnaðarvörn í ljósi þess sem þú sagðir í byrjun fyrirspurnar.
Gangi þér vel
Arnar Hauksson dr med.