Hósti með slími

Góðan daginn, á hverjum morgni eftir að ég hef borðað morgunmat byrja ég að hósta og er allan daginn að hósta upp slími og þarf ítrekað að ræskja mig. Fyrst tengdi ég þetta við ákveðnar matartegundir en svo virðist ekki vera. Þetta virðist vera að ágerast ef eitthvað er en þetta hefur staðið yfir í þó nokkra mánuði núna.

Sæl/l  og takk fyrir fyrirspurnina

 Nú veit ég ekki hvort þú sért með önnur kvefeinkenni, eða hvort þú sért búin að vera með kvef í einhvern tíma. Hósti er eðlileg aðferð líkamans til þess að hreinsa slím, framandi agnir eða ertandi efni úr öndunarveginum og er oftast fylgikvilli kvefs, en getur líka stafað af öðrum margvíslegum orsökum.  

Ég myndi því mæla með að láta lækni kíkja á þig.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.