Spurning:
Spurning til Ágústu Johnson.
Mig langar að biðja um grein sem fjallar um hreyfingu eftir barnsburð. Ég á von á mínu fyrsta barni í sumar. Var komin á gott ról áður en ég varð ólétt, búin að létta mig heilmikið en átti samt enn svolítið í land. Hef síðan haldið áfram að hreyfa mig á meðgöngunni en langar að vita hvenær mér er óhætt að byrja aftur á fullum krafti að hreyfa mig. Hvaða æfingar eru í lagi? Ég stefni að því að reyna að byrja brennsluæfingar og að lyfta sem fyrst eftir fæðingu.
Svar:
Sæl Til hamingju með tilvonandi fæðingu. Það er að öllu jöfnu óhætt að byrja að æfa 6 vikum eftir barnsburð ef allt er í lagi. Gott er að byrja rólega á styrkjandi æfingum og göngum. Það sem þarf helst að gæta að er að grindarbotninn er viðkvæmur fyrir hlaupum og hoppi fyrst um sinn og því þarf að auka álag stig af stigi. Þér er óhætt að fara í mjúka þolfimi og að ganga rösklega á göngubretti. Lyftingar eru í lagi, bara að byrja rólega og smám saman auka álag. Það er alltaf aðeins hætta á að mjólkin minnki ef álagið er of mikið en ef þú eykur álagið smátt og smátt ætti allt að vera í lagi og þjálfunin að hafa góð áhrif á mjólkurframleiðsluna.
Bestu kveðjur, Ágústa. Sjá einnig http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=2800&flokkur=4&leit=meðgöngu