Húðsepar, skín tags.

Sæl. Ég er kmin með fjöldann allan af litlum sepum. Aðallega á bringuna en nokkra annarsstaðar. Hvernig get ég losnað við þetta?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki hægt að segja til um hvað sé um að ræða nema að skoða þig. Byrjaðu á að heyra í heilsugæslulækni sem getur mögulega komist að því hvað þetta sé og hvað sé við því að gera. Byggt á þeirri skoðun er hægt að ákvarða hvort ástæða sé til þess að vísa þér áfram til húðsjúkdómalæknis.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur