Huglæg eða líkamleg upplifun?

Spurning:
Góðan dag.
Ég vildi aðeins forvitnast; þannig er mál með vexti að konan mín er hlynnt endaþarmsmökum og allt í góðu með það, ég er mjög hrifinn af þeim einnig. En þannig er mál með vexti að um ári áður en við kynnumst á hún mök við annan aðila sem að hennar sögn gerir þetta mjög harkalega og hún segist hafa verið aum í mjög langan tíma á eftir. Svo er það þannig núna að við minsta hlut eins og að stinga fingri þar inn segist hún finna sársauka í marga daga á eftir, ekki virðist vera að hún finni fyrir þessu á neinum öðrum tíma. Hún hefur allavega ekki tjáð mér að það sé utan við þessar aðstæður. Er þetta eitthvað líkamlegt eða liggur þetta meira í huglægu ástandi? Getur viðkomandi hafa skemmt eitthvað sem kemur bara fram við þessar aðstæður eða myndi hún finna fyrir einhverjum sársauka utan við það líka?
Kveðja, Ég

Svar:

Sæll vertu,

Þú spyrð að því hvort sársauki hennar sé líkamlegur eða meira huglægur? Þessu er náttúrulega erfitt að svara með vissu en líklega spilar þetta tvennt saman hjá konunni þinni. Minningin um sársauka á þessum stað getur skapað ótta við sársauka sem síðan getur ýtt undir spennu í hringvöðvum endaþarmsins. Langvarandi spenna er ein helsta ástæðan fyrir sársauka í endaþarminum við kynmök. Ég vil benda þér og konunni þinni á ágæta bók sem er eftir Jack Morin og heitir “Anal pleasure and health”. Í henni er að finna ýmiskonar fróðleik m.a. um hvernig hægt sé að yfirvinna langvarandi spennu af þessu tagi og þar með aukinn sársauka á þessu svæði líkamans. Ráðin eru mörg og ekki hægt að telja þau upp hér. Ennfremur er það fyrst og fremst konunnar þinnar að finna út úr því að skoða þau ráð, ef það hugnast henni. Svo er það hin spurningin með hvort viðkomandi hafi skemmt eitthvað. Því get ég auðvitað ekki svarað því við vitum ekki hversu harkaleg umrædd kynmök voru, hvað gerðist í raun og veru, hverjar voru afleiðingarnar fyrir hana og þar fram eftir götunum.

Kveðja,

Jóna Ingibjörg