Hugsýki

Komið þið sæl. Getið þið upplýst mig um geðsjúkdóminn hugsýki? Hver eru einkennin?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Hugsýki er gamalt íslenskt orð yfir andlega vanheilsu og virðist hafa náð yfir ýmsa geðsjúkdóma svo sem þunglyndi. Í seinni tíð hefur notkunin þrengst yfir í það sem í geðlæknisfræði er kallað  neurosis.

Neurosis er nátengt kvíða og lýsir sér gjarnan með allskyns taugaveiklun, þráhyggjuhegðun og neikvæðni.

Þú getur lesið þér betur til um Neurosis  hér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur