Hungurtilfinning

Mig langar að spurja, hvernig getur staðið á því að ég er alltaf með hungurtilfinningu. Jafnvel þó ég sé nýbúin að borða.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þetta er búið að vera langvarandi vandamál hjá þér myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis ef þú skánar ekki. Þetta gæti verið eitthvað tilfallandi en gæti einnig verið vísbending um sjúkdóma t.d. sykursýki, magasár eða magabólgur.

Ef þú ert með önnur einkenni t.d. uppþembu, brjóstsviða, meltingartruflanir, kvið- og vindverki, slappleika eða ógleði myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis því það gæti verið vísbending um magabólgur.

Ef þú ert með önnur einkenni t.d. tíðar klósett ferðir, mikil vatnsdrykkja og/eða þyngdartap myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis því það gæti verið vísbending um að þú værir hugsanlega með sykursýki.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur