Húðþurrkur á meðgöngu

Spurning:

Góðan dag.

Ég er gengin u.þ.b. 19 vikur með fyrsta barn og hef undanfarið verið með þurrkublett á augnlokinu og undir auganu. Þetta hefur ekki truflað mig þar til í morgun hefur mig klæjað mjög mikið í blettinn sem er undir auganu og þar af leiðandi í og við augað. Um daginn (fyrir u.þ.b. 8 vikum)var ég með a.m.k. 4 frunsur á vörum og undir nefi.

Er hugsanlegt að frunsusmit hafi borist til augnanna eða er þetta e.t.v. þurrkur af völdum hormóna og/eða hormónabreytinga v/meðgöngunnar? Er ástæða fyrir mig að leita læknis?

Með fyrirfram þökk og bestu kveðju.

Svar:

Sæl.

Mér finnst nú ólíklegt að þetta hafi nokkuð beint með meðgönguna að gera. Þetta getur verið vogrís sem er skyldur frunsu en sest við augað eða exem.

Láttu endilega heimilislækninn þinn líta á þetta ef þetta hjaðnar ekki í vikunni.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir