Húðlitaðar bólur á kynfærum, hvað er þetta?

Spurning:

Sæll.

Ég er með smávandamál. Málið er að ég hef tekið eftir því að ég er að fá litlar húðlitaðar bólur á kynfærin. Samhliða þessu fór að bera á kláða í kringum kynfærin og við endaþarm. Síðustu daga hef ég fengið kláða í handarkrikann og útbrot eins og exem í handarkrikann.

Hvert á ég að leita aðstoðar?

Ég hef lítið leitað til lækna og tilhugsunin um að fara á milli lækna er ekki spennandi, þannig að ég vona að þið getið leiðbeint mér.

Kærar þakkir.

Svar:

Sæll.

Húðlæknir eru bestir til að svara þessu. Þú getur hitt þá á stofu, en það er langur biðtími. Þú getur líka hitt lækni á Göngudeild Húð- og kynsjúkdóma í Þverholti 18, þar er mun styttri biðtími.

Ef þú ert ekki á suðvestur horninu þá hittirðu bara heimilislækninn þinn. Hann ætti að geta svarað þér.

Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema,
Jón Þorkell Einarsson