Húsdýr og meðganga

Spurning:

Komdu sæl.

Ég var að lesa að ófrískar konur mega ekki hreinsa sandkassa fyrir ketti vegna hættu á bogfrymlasótt.

Gildir það sama um hundaskít og hundahland? Hér á heimilinu er nefnilega hvolpur sem á þetta ennþá til, að gera þarfir sínar innandyra.

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Sæl.

Ástæða þess að barnshafandi konur ættu ekki að hreinsa kattakassann á meðgöngu er að í hægðum katta geta verið sníkjudýr sem kallast bogfrymlar, eða toxoplasma, sem geta verið skaðleg fóstrinu. Þessi sníkjudýr geta leynst í vefjum ýmissa dýra en kötturinn er eina dýrið sem ber smit með hægðum. Hafðu því ekki áhyggjur af hvolpinum – hann vex upp úr þessu og ber ekki út smit af bogfrymli.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir