Hvað eigum við að drekka mikið vatn?
sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Flest okkar þurfa á milli 2 til 2,5 lítra á dag. En ef heitt er í veðri eða þú stundar hreyfingu þarftu meira. Ef þú stundar mikla hreyfingu á sama deginum eða ert í miklum hita þarftu mögulega á einhverjum öðrum vökva að halda þar sem mikil vökvalosun á stuttum tíma veldur salt og natríumskorti sem lýsir sér í höfuðverk og slappleika. Þú getur lesið þér nánar til um vatn hér
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur