Mig vantar ráðleggingar með 5 vikna son minn.
Hann virðist ennþá sneiða hjá tilraunum mínum augnsambandi. Hann virðist einnig sýna lítil tilfinningaleg blæbrigði, hann er annað hvort óvirkur eða grátandi. Ég hef áhyggjur af tilfinningalegum og félagslegum þroska hans.
Hann sýnir mörg einkenni streitu, líkamlega spennu, hraður andardráttur og matamunstur.
Það er einnig mjög erfitt að koma reglu á hægðir hjá honum, hann kúkar bara á 3ja daga fresti.
Það virðist sem samvistir okkar einkennist oft af skorti á gleði og frumkvæði.
Hjúkrunnarfræðingi hér lendis, finnst hann þyngjast of hratt og sagði mér að setja hann í megrun, hún skipaði mér að gefa honum bara vatn í pelann í annað hvert mál, heildar magn er þá undir viðmiðinu á pakkanum.
Bestu kveðjur
Örvæntingarfull móðir.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það borgar sig alltaf að leita til heilsugæslunnar og ræða svona áhyggjur augliti til auglits við fagaðila sem getur aðstoðað ykkur mæðginin. Drengurinn þinn er eingöngu 5 vikna og mögulega eðlilegt að hann sýni þessi einkenni sem þú lýsir en það er útilokað að ákvarða án þess að skoða hann vel og hlusta á áhyggjur þínar.
Ekki hika við að panta tíma hjá heilsugæslulækninum ykkar og leita aðstoðar fyrir ykkur.
Gangi ykkur vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur