Er mjög slæm i baki og komin með slitgigt var verið að mæla með Structum 500 mg, hvað er það og hvernig er það notað’
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Structum eru hylki sem gleypt eru með vatni. Virka efnið í lyfinu, Chondroitin súlfat, er talið geta hindrað niðurbrot á liðbrjóski og stutt við uppbyggingu á skemmdu liðbrjóski. Lyfið er notað til að meðhöndla einkenni slitgigtar s.s. verki og önnur óþægindi. Það getur tekið allt að 2 mánuði fyrir lyfið að slá á einkenni en á móti kemur að meðferðin dugar í einhvern tíman eftir að henni líkur.
Hvet þig einnig til að ræða þessa meðferð við þinn lækni.
með kveðju
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur