Hvað sterk lyf

Halló ég er að taka blóðþrystingslyf..100ml. samt er ég að mæla mig 150/102. Hvað er hægt að fara á sterk lyf til að ná þessu niður?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Til eru margskonar lyf við blóðþrýsting og stundum þarf að breyta lyfjameðferð eða bæta öðrum lyfjum við.

Eðlilegur blóðþrýstingur er almennt talinn vera jafnt og eða lægra en 135/85.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að blóðþrýstingurinn helst of hár þrátt fyrir lyfagjöf. Þær geta meðal annars verið önnur heilsufarsvandamál, matarræði, skortur á hreyfingu, að lyfin séu ekki tekin á réttan hátt eða reykingar.

Hafu endilega samband við heimilislækninn þinn um hvað þú eigir að gera næst fyrst að þrýstingurinn er svo hár þrátt fyrir að vera að taka inn blóðþrýstingslyf.

Gangi þér vel,

Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur