Hvað þarf ég að sofa mikið?

Hversu mikill svefn er nægur svefn? Hvað er mikilvægt að hafa í huga ef maður á erfitt með svefn?

Svefnþörf er breytileg eftir aldri. Fyrstu æviárin þurfum við að sofa meira þar sem við erum að vaxa og taka út mikinn þroska. Á fullorðinsaldri er almenn svefnþörf talin vera 6-8 klst á sólarhring.

Á meðan við sofum notar líkaminn tækifærið til þess að endurhlaða sig, gera við og lagfæra það sem hefur farið úrskeiðis, uppfæra stýrikerfið ef svo má segja og því gríðarlega mikilvægt til þess að viðhalda góðri heilsu að ná nægum svefni. Þú getur lesið þér betur til um svefnþörf og ráð til þess að bæta svefninn hér

Hér er svo tengill á grein sem gefur góð ráð fyrir þá sem eiga erfitt með svefn hvort heldur með að sofna eða vakna ítrekað upp.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur