Hvað veldur miklum kláða á fótleggum og mjöðmum

Hvað veldur miklum kláða á fótleggum og mjöðmum

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæður kláða geta verið margar en algengast er þurrkur eða óþol fyrir nýjum efnum.. Fyrsta meðferð er að bera rakagefandi krem á kláðastað, svo sem eins og Decubal eða Hydrofil krem.

Ráðlagt er að fara til læknis ef; Einkenni hverfa ekki eftir tveggja vikna kremmeðferð, ef einkenni koma fyrirvaralaust,ef eru dreifð um líkamann,ef þau hafa áhrif á daglega virkni þína eða svefn og ef önnur einkenni fylgja eins og mikil þreyta,breyting á hægðum,breyting á þvaglátum,þyngdartap,hiti eða roði á kláðastað.

Aðrar ástæður kláða geta verið excem,psoriasis,kláðamaur,skordýrabit,kvíði,áráttuhegðun,undirliggjandi sjúkdómar í lifur eða nýrum,blóðleysi,skjaldkirtilstruflanir,taugasjúkdómar eða einkenni frá taugakerfi og eins ákveðnar tegundir krabbameins.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur