Hvaða fæða er rík af calium?

Hvað skeður ef vantar calium í líkamstarfsemina?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Kalíum rík fæða er t.d. bananar, avocado, grænt grænmeti, kantalópa, apríkósur, rúsínur, kartöflur, sætar kartöflur, fræ, baunir og korn.

Kalíumskortur getur m.a. komið fram sem þreyta, máttleysi, bjúgur, vöðvakippir, hægðatregða og hjartsláttaróregla. Alvarlegur kalíumskortur getur valdið öndunarbilun.

Kalíumskortur kemur þó sjaldnast til vegna skorts á kalíum í fæðu heldur frekar vegna undirliggjandi orsaka svo sem mikilla uppkasta eða niðurgangs, nýrnabilunar eða vegna inntöku á þvagræsilyfjum og/eða hægðalyfja.

Ef þig grunar að þú sért með kalíum skort ráðlegg ég þér að leita til þíns heimilislæknis.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur