Hvað þýðir kólesteróllækkun og af hverju stafar hún?

Spurning:

Sæll.

Hvað þýðir kólesteróllækkun og af hverju stafar hún?

Með von um svar. Svar:

Sæl.

Kólesteróllækkun er æskileg þeim mörgu sem hafa hátt kólesteról t.d. með breyttu mataræði og aukinni hreyfingu. Kólesteról getur mælst mishátt hjá heilbrigðu fólki og ættu lág gildi s.s. undir 4.0 mmol/líter ekki að vekja neina athygli enda eru um 2% karla og 3-4% kvenna undir þeim mörkum. Veruleg lækkun frá fyrri gildum gæti þó verið athugaverð ef t.d. önnur veikindi s.s. sýkingar og ýmsir aðrir sjúkdómar hefðu orðið. Einstaklingar gætu rætt þetta við lækninn sinn ef þeir telja ástæðu til.

Kveðja,
Uggi Agnarsson, læknir Hjartavernd