Mig langar að spurja um það sem ég held að heiti " hallus valgus" Fremsti liður tánna bognar smátt og smátt innávið. Hvar finn ég upplýsingar um þennan sjúkdóm og hvað er hægt að gera ?
Svar:
Takk fyrir fyrirspurninga
Ekki er nú mikið að finna af íslensku efni um Hallus valgus. Það er rétt hjá þér að það er skekkja sem verður í beini við stórutánna þannig að myndast kúla sem veldur fólk vandræðum og verkjum. Það sem þarf að gera stundum er skurðaðgerð til að taka hnúðinn af. Ég hvet þig til að leita þér upplýsinga hjá bæklunarlækni til að meta ástandið hvort þörf er á að gera aðgerð. Ef þú slærð inn leitarorðið hallus- valgus á google.com færðu nokkrar niðurstöður meðal annars síðu Ortho Neuro mér tekst ekki að finna efni um þetta á vef læknablaðsins eða lýðheilsustöðvar sem eru helstu upplýsingaveitur um svona hluti
gangi ykkur vel
kveðja Nína Hrönn, Hjúkrunarfræðingur