Hvað er Henoch-Shonlein Purpura (HSP)?

Spurning:
Hvað er Henoch-Shonlein Purpura (HSP)? 4 ára dóttir mín greindist með þennan sjúkdóm fyrir 2 árum í kjölfari á sýkingu í öndunarfærum. Hún fékk útbrot/marbletti á hendur og fætur og mikla kviðverki. Afhverju og hversvegna kemur þessi sjúkdómur fram og eru einhverjar líkur á því að hún geti fengi hann aftur?.

Svar:
Orsök Henoch-Schönlein sjúkldóms eru óþekktar. Hins vegar er talið að orsökina megi leita til ónæmiskerfisins sem ræðst á einhvern hátt á sinn eiginn líkama og með þessum afleiðingum. Af hverju þetta gerist er ekki vitað en þó hafa menn séð að þetta gerist oft í kjölfarið á ýmsum veirusýkingum. Líkur á því að þetta gerist aftur eru mjög litlar. Kveðja Þórólfur Guðnason